Listasalur (002)

Listasalur Mosfellsbæjar: Ný sýning verður opnuð næsta föstudag

Vegna herts samkomubanns varð að fresta sýningu Ásgerðar Arnardóttur í mars en nú er loksins komið að því að sýningin verði opnuð í Listasal Mosfellsbæjar. Opnun fer fram föstudaginn 29. maí kl. 16-18 og síðasti sýningardagur er 26. júní. Titill sýningarinnar er Út frá einu og yfir í annað.

Ásgerður, sem fædd er árið 1994, vinnur á mörkum ýmissa miðla og vinnuferlið einkennist af endurtekningu og vörpun ólíkra sjónarhorna. Á sýningunni eru þrír skúlptúrar og tvívíð verk. Hin síðarnefndu eru unnin í fjölbreytta listmiðla sem sýna mismunandi eiginleika skúlptúranna. Þannig fæða hin þrívíðu verk af sér tvívíð verk sem eru um leið gerð úr mörgum víddum.

Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2. Opið er á virkum dögum kl. 12-18 og á laugardögum kl. 12-16.

Ásgerður Arnardóttir
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com