Sogur Kindur1

Listasalur Mosfellsbæjar: Myndlist, menn og dýr

Föstudaginn 25. október kl. 16-18 opnar Pétur Magnússon sýninguna Sögur úr sveitinni í Listasal Mosfellsbæjar.

Pétur fæddist í Reykjavík árið 1958. Fjölskyldan fluttist í Mosfellssveit árið 1963 og ólst hann þar upp. Hann lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við háskóla á Ítalíu og í Hollandi þar sem hann bjó til margra ára. Pétur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis, en þetta er í fyrsta sinn sem hann sýnir í Listasal Mosfellsbæjar.

Pétur Magnússon

Undanfarin ár hafa verk hans verið óhlutbundnar og optískar tilraunir, þar sem skynjun rýmisins er ögrað með samsetningum af ljósmyndum og málmsmíði. Á sýningunni í Listasal Mosfellsbæjar er hinsvegar seilst aftur í tímann og tekinn upp þráður þar sem bæði manneskjur og dýr koma við sögu.

Síðasti sýningardagur er 22. nóvember.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com