Steinþór Kári

Listasafnið á Akureyri, Ketilhús: Þriðjudagsfyrirlestur – Steinþór Kári Kárason

Þriðjudaginn 31. október kl. 17-17.40 heldur arkitektinn Steinþór Kári Kárason Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Endurmótun. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um endurmótun Listasafnsins á Akureyri, þær hugmyndir sem þar liggja að baki, markmið og arkitektóníska sýn. Steinþór Kári mun sýna myndir og teikningar af breytingunum ásamt öðrum verkum sem hann hefur unnið.

Steinþór Kári Kárason útskrifaðist sem arkitekt úr École Polytechnique Féderale de Lausanne í Sviss 1998. Eftir að hafa starfað hjá Studio Granda 1998-2003 og hjá Tony Fretton Architects í London 2003-2004 stofnaði hann ásamt Ásmundi Hrafni Sturlusyni Kurtogpi 2004 og hefur starfað þar síðan. Hann hefur kennt arkitektúr við Listaháskóla Íslands frá 2002 og verið prófessor við skólann frá 2010 auk þess að sitja í ýmsum ráðum, nefndum og stjórnum á vegum hins opinbera, félagasamtaka og stofnana.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Næstu fyrirlesarar eru Hugleikur Dagsson og Jessica Tawczynski.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com