Aðalsteinn Þórsson – Munir, Október 2015

Listasafnið á Akureyri, Ketilhús: Aðalsteinn Þórsson – Einkasafnið, maí 2017

Laugardaginn 6. maí kl. 15 opnar Aðalsteinn Þórsson sýninguna Einkasafnið, maí 2017 í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Um er að ræða langtímaverkefni sem staðið hefur yfir frá 2002 þar sem Aðalsteinn safnar því sem til fellur eftir eigin neyslu, eða sýnir heimildir um neysluna. Sýningin er því stöðutaka í maí 2017.

Aðalsteinn Þórsson nam við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur síðan starfað sem myndlistarmaður, lengst af í Rotterdam, en flutti síðastliðið vor heim í Eyjafjörðinn. Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Í fyrra birti hann á bloggsíðunni teikningadag2016.blogspot.com nýja teikningu á hverjum degi allt árið um kring.

Sýningin stendur til sunnudagsins 28. maí og verður opin þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com