Listasafnið á Akureyri.logo

Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur – Mireya Samper

Þriðjudaginn 28. janúar kl. 17-17.40 heldur Mireya Samper, myndlistarmaður, sýningastjóri og listrænn stjórnandi, þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ferskir vindar 2010-2020.

Í fyrirlestrinum fjallar hún um alþjóðlegu listahátíðina Ferskir vindar sem hún stofnaði 2010. Mireya talar um upphaf verkefnisins og þróunina á síðustu 10 árum, en einnig mun hún fjalla um einstaka hátíðir og nokkra af þeim 200 myndlistarmönnum sem hafa tekið þátt í hátíðinni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com