Listasafnið á Akureyri.logo

Listasafnið á Akureyri: ÞRIÐJUDAGSFYRIRLESTUR – MATT ARMSTRONG

Þriðjudaginn 5. nóvember kl. 17-17.40 heldur Matt Armstrong, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Rediscovering Night. Þar mun Armstrong ræða hvernig eðlislægur áhugi hans á sýnilegu rými og alheiminum hefur mótað hann og hvernig enduruppgötvun hans á nætur-helmingi lífsins hefur haft áhrif á list hans og sköpunarmátt. 

Matt Armstrong hefur unnið sem listamaður síðastliðinn 20 ár og er uppalinn og nú búsettur í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann lauk BA gráðu frá Valdosta State University í Georgíu-fylki þar sem hann lagði áherslu á teikningu og málun. Viðfangsefnin voru bæði abstract og hlutlæg. Hann dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri en hefur áður dvalið í gestavinnustofum bæði í Atlanta og Berlín í Þýskalandi.

Þetta er síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þeir hefjast á nýjan leik í janúar á næsta ári. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri.

Matt Armstrong
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com