Elina Brotherus Portrait

Listasafnið á Akureyri: Opnun laugardaginn 2. mars kl. 15 – Elina Brotherus

Laugardaginn 2. mars kl. 15 verður opnuð sýning finnsku myndlistarkonunnar Elina Brotherus, Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu í Listasafninu á Akureyri.

„Eftir að hafa notað sjálfa mig í myndum mínum í 20 ár fannst mér ég hafa setið fyrir í öllum hugsanlegum stellingum,“ segir Brotherus.
„Leiðina út úr þessum botnlanga fann ég í Fluxus. Ég hóf að nota Fluxus viðburðalýsingar og aðrar ritaðar leiðbeiningar eftir listamenn, sem grunn í ný verk. Ég hef útvíkkað hugmyndina á bak við lýsingarnar og leyft mér að verða fyrir áhrifum frá mismunandi listamönnum, s.s. kvikmyndagerðarmönnum, ljósmyndurum, listmálurum og ljóðskáldum. Þessi gjörningalega og eilítið absúrd aðferð hefur gert mér kleift að halda áfram að vinna með myndavélina, bæði sem ljósmyndarinn og fyrirsætan. Ég vitna í Arthur Köpcke, sem sagði: „Fólk spyr: Af hverju? Ég spyr: Af hverju ekki?“

Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu hlaut Carte blanche PMU verðlaunin og var fyrst sýnd í Centre Pompidou 2017.

Sýningin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Listasafns Íslands.

Listamannaspjall með Elina Brotherus sunnudaginn 3. mars kl. 15.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com