Listasafnið á Akureyri – Joris Rademaker opnar í vestursalnum

Hreyfing_vefur       joris johannes

 

 

Laugardaginn 14. febrúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Jorisar Rademaker Hreyfing. Á sýningunni veltir listamaðurinn fyrir sér spurningum um eðli mismunandi hreyfinga. Hvert verk á sýningunni má túlka sem táknræna fullyrðingu um ólíkar hreyfingar í þrívídd.

 

Joris Rademaker lauk námi frá AKI í Enchede í Hollandi 1986 og hefur búið á Íslandi síðan 1991. Meginviðfangsefni Jorisar hefur löngum verið rými, hreyfing og orkuútgeislun. Á síðustu árum hefur áherslan einnig verið á samspil lífrænna efna sem byggingarefni fyrir þrívíð verk. Þrjátíu árum eftir útskrift úr listaakademíu er efnisvalið orðið ansi frjálslegt. Listaverkin kalla fram spurningar í samhengi við tilvist okkar, rými og náttúruna. Að baki hverju einasta verki liggja margvíslegar tilraunir og nákvæmar útfærslur sem skila sér svo áfram í næstu verkefni. Verkin hafa oftast táknrænt gildi sem tengist mannlegu eðli.

 

Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 19. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.

 

Sýningin er hluti af sýningaröð sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk, Brenton Alexander Smith, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristján Pétur Sigurðsson hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Thoru Karlsdottur, Skilyrði: Frost. Þeir listamenn sem eiga eftir að sýna eru Lárus H. List og Arnar Ómarsson.

 

 

Listak_logo_A4_print_landscape

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com