Listasafnið á Akureyri: GraN 2015

Listasafnið á Akureyri: GraN 2015 opnun 24. október kl. 15

Laugardaginn 24. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin GraN 2015 en þar sýna 25 grafíklistamenn frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Vegleg sýningarskrá kemur út af þessu tilefni.

GraN 2015 endurspeglar þá fjölbreytni sem er að finna í grafíklist á Norðurlöndum og þann kraft og færni sem býr í norrænum grafíklistamönnum. Að sýningunni stendur GraN sem er hópur grafíklistamanna og áhugamanna um myndlist á Íslandi sem stefnir að því að auka veg grafíklistar, koma á reglulegu sýningarhaldi og útgáfu á efni um grafík. Hópinn mynda Íslensk Grafík, Listasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa, Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri og Arsboreales.

Í tilefni af opnun sýningarinnar hittast fulltrúar sýningarlandanna á fundum í Laxdalshúsi á Akureyri til að ræða áframhaldandi samstarf til eflingar grafíklista.

Sérstakir styrktaraðilar Gran 2015 eru Nordiska Kulturfonden, Menningarráð Eyþings, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra og Norsk-islandsk kultursamarbeid.

Sýningin stendur til 13. desember og verður opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com