ListasafniðAkureyri

Listasafnið á Akureyri – Fyrsti þriðjudagsfyrirlestur vetrarins

Þriðjudaginn 24. september kl. 17-17.40 heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski fyrsta Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni List, vísindi og andleg mál.

Í fyrirlestrinum mun Tawczynski fjalla um þær hugmyndir sem liggja að baki vinnu hennar í listinni þ.e. vísindi, heimspeki og andleg hlið listarinnar.

Vísindi sem vettvangur könnunar og þekkingarleitar. Heimspeki skilgreind sem verkfæri til að afbyggja og túlka upplýsingar út frá mannlegri reynslu. Andleg hlið listarinnar skilgreind sem hæfni listamannsins til að koma upplýsingum til almennings á þann hátt sem tengist einstaklingnum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com