
Listasafn Reykjavíkur – Ókeypis hrollvekju ritsmiðja og námskeið í líkanagerð.
Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríinu hjá Listasafni Reykjavíkur
Það verður mikið um að vera hjá Listasafni Reykjavíkur í vetrarfríi grunnskóla borgarinnar frá 23.–27. október. Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá á meðan á fríinu stendur, auk þess sem fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn. Fjölbreyttar sýningar eru í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Dagskrá
Föstudag 23. okt.–þriðjudags 27. okt. kl. 13-16
Ókeypis fimm daga hrollvekju ritsmiðja fyrir 8-12 ára
Listasafn Reykjavíkur býður upp á ritsmiðju fyrir 8-12 ára börn sem stendur yfir í fimm daga í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum, frá föstudegi 23. október til þriðjudags 27. október frá kl. 13-16.
Á námskeiðinu verða lesnar draugasögur, skoðað hvernig sögurnar eru uppbyggðar og þátttakendur aðstoðaðir við að skrifa sína eigin hrollvekju. Námskeiðinu lýkur á uppskeruhátíð þar sem fjölskyldum höfundanna er boðið að koma og hlýða á afraksturinn.
Markús Már Efraím hefur umsjón með ritsmiðjunni. Hann ritstýrði hrollvekjusafninu Eitthvað illt á leiðinni sem sem kom út í vor en höfundar bókarinnar eru börn á aldrinum átta til tíu ára.
Þátttaka er ókeypis en þar sem fjöldi barna er takmarkaður er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram á netfangið: fraedsludeild@reykjavik.is
Mánudag 26. okt. og þriðjudag 27. okt. kl. 9-12
Frítt námskeið í líkanagerð fyrir 9-12 ára
Listasafn Reykjavíkur býður upp á námskeið í líkanagerð fyrir 9-12 ára börn í Hafnarhúsi mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október frá kl. 9-12. Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til líkön og fá innsýn í vinnuferli Katrínar Sigurðardóttir frá hugmynd til listaverks.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hildur Steinþórsdóttir arkitekt.
Þátttaka er ókeypis og ekki þarf að skrá sig á námskeiðið.