Rosa Gisladottirafbyggt Utsyni 600

Listasafn Reykjavíkur: Ný rannsóknarstaða – Hlutur kvenna í íslenskri listasögu

Ný rannsóknarstaða hjá Listasafni Reykjavíkur:
Hlutur kvenna í íslenskri listasögu
Listasafn Reykjavíkur auglýsir til umsóknar nýja tímabundna rannsóknarstöðu sem fjalla skal um hlut kvenna í íslenskri listasögu.

Staðan er ætluð fræðafólki er sinnir rannsóknum á sviði íslenskrar myndlistar og menningarsögu. Rannsóknarstaðan, sem unnin er í samstarfi við Listfræði við HÍ, hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Safnaráðs og verður auglýst árlega, næstu þrjú ár. Um er að ræða hálfa stöðu til eins árs í senn sem vinna má eftir samkomulagi.

Nú er auglýst eftir rannsakanda fyrir árið 2022 og skal verkefninu lokið með útgáfu og sýningu í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í ársbyrjun 2023.

Stefnt skal að því að niðurstöður rannsókna verði birtar á fræðilegum vettvangi en auk þess skulu þær kynntar með fyrirlestri og miðlun til almennings á meðan á sýningum stendur. Rannsóknargögn og niðurstöður skulu varðveitt í Listasafni Reykjavíkur. 

Í umsókn skal verkefnið skilgreint og gerð grein fyrir því á hvern hátt rannsóknin sé líkleg til að varpa nýju ljósi á hlut kvenna í íslenskri myndlistarsögu. Umsókn skal fylgja greinargerð um menntun og reynslu af fræðistörfum, útgáfu og/eða gerð myndlistarsýninga. Fræðimaður mun hafa vinnuaðstöðu hjá Listasafni Reykjavíkur.

Umsókn sendist Listasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík, eða á netfangið listasafn hjá reykjavik.is – í síðasta lagi 1. nóvember 2021.

Nánari upplýsingar
Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri í síma 411 6400 eða í tölvupósti olof.kristin.sigurdardottir hjá reykjavik.is
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com