
Listasafn Reykjavíkur: Listin talar tungum á Kjarvalsstöðum
Listin talar tungum: Leiðsögn á tékknesku – český Sunnudag 20. september kl. 11.00 á Kjarvalsstöðum |
Listasafn Reykjavíkur býður upp á myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.
Michaela Hrabalikova og Veronika Němcová verða með leiðsögn á tékknesku um sýninguna Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020 á Kjarvalsstöðum.
Vegna fjöldatakmarkana er skráning nauðsynleg á heimasíðu eða Facebooksíðu safnsins.
Listin talar tungum er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 Rætur og vængir.
Ókeypis aðgangur.
