Listasafnreykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur – Leikum að list: Fjölskyldudagskrá

Laugardag 26. september kl. 13.00 á Kjarvalsstöðum

Fjölskyldudagskrá þar sem hver fjölskylda fær sér vinnustöð með skemmtilegum verkefnum undir leiðsögn safnkennara í tengslum við sýninguna Allt sem sýnist – raunveruleiki á striga á Kjarvalsstöðum. Aðeins 5 fjölskyldur komast að hverju sinni.

Athugið að vegna sóttvarna og fjarlægðartakmarkana er í vetur er nauðsynlegt er að hver fjölskylda skrái sig í gegnum bókunarkerfi safnsins á vefslóð sem fylgir hverjum viðburði. Gert er ráð fyrir að 5 fjölskyldur komist að hverju sinni.

Skráning fjölskyldu 26.09.20

Aðgöngumiði á safnið gildir, en ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna, heimsóknin sé skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða. 
Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Við Leikum að list reglulega allt árið um kring og það er um að gera að fylgjast með á dagskrársíðu safnsins. Fjölskyldurýmin eru síðan alltaf opin, Hugmyndasmiðjan á Kjarvalsstöðum, Stofa í Hafnarhúsinu og Augnablik í Ásmundarsafni (en Ásmundarsafn verður þó lokað frá 4. október 2020 fram yfir áramót, vegna viðhalds).

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com