Listasafnreykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur: Leiðsögn sýningarstjóra EITTHVAÐ úr ENGU: Myndheimur Magnúsar Pálssonar, 17. október í Hafnarhúsi

Um er að ræða stóra yfirlitssýningu á verkum Magnúsar þar sem kennir ýmissa grasa. Nú eru síðustu tækifæri til þess að sjá viðamikla innsetningu listamannsins, Óð til bílsins, en verkið er sett upp tímabundið í tengslum við sýninguna sem stendur áfram fram yfir áramót.

Ferill Magnúsar Pálssonar einkennist af því hversu víða listamaðurinn hefur komið við og markað spor. Sem kennari hefur hann haft mikil áhrif á kynslóðir listamanna. Í leikhúsi hefur hann skapað nýstárlegar sviðsmyndir og tilraunakennd leikverk. Sem gjörningalistamaður er Magnús ótvíræður frumkvöðull. Í myndlist er hann lykilmaður í hinum miklu breytingum sem urðu á þeim vettvangi á sjöunda og áttunda áratugnum. Við endurskoðun á eðli listsköpunar varð til nýtt myndmál sem byggðist á gagnrýnni afstöðu til listasögunnar fram að því en opnaði um leið nýjar leiðir til framtíðar. Magnús prófaði sig áfram með verk sem að sumu leyti voru í anda flúxus, pop og konseptlistar en eru að sama skapi algjörlega einstök.

Boðið verður upp á vikulegar leiðsagnir um sýninguna í hádeginu kl. 12.30 á miðvikudögum á sýningatímabilinu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com