Listasafnreykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur – Leiðsögn listamanns: Andreas Brunner

Andreas Brunner verður með leiðsögn um sýningu sína í D-sal Hafnarhúss, Ekki brotlent enn, fimmtudaginn 28. maí kl. 20.00.

Andreas Brunner leiðir áhorfendur á óræðar lendur á sýningu sinni. Í leit að haldreipi stoðar takmarkað að rýna í inntak, efni eða form einstakra verka. Þvert á móti kann vísbending að vera fólgin í því hve ólík þau eru og ósamstæð. Jafnframt skyldi maður leiða hugann að því sem virðist vanta.

Leiðsögnin fer fram á ensku.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Skráning HÉR

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com