Listasafnreykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur: Leiðsögn arkitekts: Steve Christer

Sunnudag 28. júní kl. 14.00 í Hafnarhúsi

Steve Christer, arkitekt hjá Studio Granda, fer með gesti um króka og kima Hafnarhússins í tenglsum við sýninguna Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni í Hafnarhúsi. Sýningin er hluti af HönnunarMars 2020. Leiðsögnin hefst á sýningunni sjálfri í D-sal á 2. hæð.

Í ár eru 20 ár frá því að hluti Hafnarhússins varð einn af þremur húsakostum Listasafns Reykjavíkur. Á þessari sýningu er Hafnarhúsið í forgrunni og saga þess og umbreyting í listasafn sýnd í gegnum meðal annars teikningar og ljósmyndir. Einnig er skoðað hvernig safnbyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist umhverfi sínu borgarrýminu.

Það er frítt inn í Hafnarhúsið á meðan á HönnunarMars stendur. 

Ljósmynd: elias@hassos.de
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com