Listasafnreykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur: Bjóðum gesti velkomna 4. maí – frítt inn í viku

Safnhús Listasafns Reykjavíkur – Ásmundarsafn, Kjarvalsstaðir og Hafnarhús, verða opnuð að nýju, mánudaginn 4. maí kl. 10.00, en þá hækka fjöldamörk samkomubanns úr 20 í 50. Því getum við boðið gestum inn í safnhúsin, þó að hámarki 50 manns í einu. Frítt verður á söfn Reykjavíkurborgar fyrstu vikuna eða frá 4.-10. maí.

Til þess að koma til móts við fastagesti okkar sem eiga árskort og menningarkort hefur verið ákveðið að framlengja kortin um 6 vikur, eða í jafnlangan tíma og söfnin hafa verið lokuð.

Alls eru 8 sýningar í gangi í húsunum þremur. Í Hafnarhúsi eru það Sol LeWitt, Erró: Sæborg, Röð og regla og sýning Andreas Brunner í D-sal, Ekki brotlent enn. Í Ásmundarsafni eru sýningar á verkum Ásmundar Sveinssonar; Undir sama himni og Ásmundur fyrir fjölskyldur. Á Kjarvalsstöðum gefur að líta tvær sýningar, Kjarval: Að utan og Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir

Áfram verða aðgengilegar á vefnum leiðsagnir um valdar sýningar sem gerðar voru í samkomubanninu og margt fleira.

Marentza Paulsen stendur vaktina á Klömbrum Bistrø á Kjarvarlsstöðum þar sem hún býður upp á fiskrétti og súpu í hádeginu og margt annað gott. 

Við hlökkum til að sjá ykkur! 

Jóhannes Kjarval, Frönsk skógarmynd, 1928. Olía á striga
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com