Myndir Vefur 3

Listasafn Reykjanesbæjar: sýningarlok

Framtíðarminni
Síðasta sýningarhelgi

Á sunnudag lýkur sýningunni Framtíðarminni sem opnuð var í Listasafni Reykjanesbæjar á Ljósanótt í september. Um er að ræða samsýningu fjögurra listamanna, þeirra Doddu Maggýjar, Elsu Dórotheu Gísladóttur, Ingarafns Steinarssonar og Kristins Más Pálmasonar.

Tengingar við ræktun, plöntur, kerfi og tíma eru áberandi í listaverkum þeirra en öll hafa þau á einhverju skeiði lífs síns búið á Suðurnesjum. Útkoman og miðlarnir sem þau vinna með eru þó afar ólík.   Á sýningunni eru m.a. málverk, teikningar, gróður-innsetning og vídeóverk. Sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.

Sýningin er í sýningarsal listasafnsins í Duus Safnahúsum, Duusgötu 2 – 8, og er opin frá 12 – 17 alla dag. Nánar á www.listasafn.reykjanesbaer.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com