Gudlaug 008915b

Listasafn Íslands – FREYJUJAZZ OG TÓNLEIKAR ÍSLENSKA FLAUTUKÓRSINS

Freyjujazz // Gulla Ólafsdóttir

27. júní kl. 12:15 – Listasafn Íslands

Söngkona Gulla Ólafsdóttir syngur lög eftir franska kvikmyndaskáldið Michel LeGrand. Gulla hefur unnið við radd- og söngþjálfun m.a. í Borgarleikhúsinu, The Voice og kennir við Tónlistarskóla FÍH. Með henni leika Vignir Þór Stefánsson á píanó og
Leifur Gunnarsson á kontrabassa.

Tónleikarnir eru í Listasafni Íslands, Fríkirkjuvegi 7 og hefjast sem fyrr segir kl. 12:15. Tónleikarnir standa í um það bil 30 mínútur. Aðgangseyrir er 1500 og frítt inn fyrir grunnskólabörn.

Með þessari tónleikaröð gerum við konur í jazzi sýnilegri og aukum á fjölbreytnina. Listasafn Íslands býður upp á skemmtilegt umhverfi til að njóta tónlistar í húsi tileinkuðu list.

Listrænn stjórnandi er Sunna Gunnlaugs.

https://www.facebook.com/freyjujazz/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com