Listasafn ASÍ 5. til 27. september 2015 – JÓHANNA KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

jóhanna

 

Laugardaginn 5. september kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur í Ásmundarsal.

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir fædd 1982 í Reykjavík en hún býr og starfar í Belgíu, þar sem hún hefur tekið þátt í ólíkum verkefnum, samsýningum og einkasýningum. Einnig starfar Jóhanna með Trampoline Gallery í Antwerpen og mun nú í lok þessa árs útskrifast fá HISK, Higher Institute for Fine Arts í Gent.

 

Í sínu listræna ferli nýtir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir sér samnotkun ólíkra miðla með því að setja saman hefbundin málverk og skúlprúra unnin útfrá nánasta umhverfi, líkamlegri uppbyggingu, í stærð, formi og litum, yfir í performativa nálgun blandaðri við video, hljóð og rými.

Jóhanna leitast við að finna og upplifa hvernig rými getur orðið andlega hlaðið með því að tvinna saman svipað eða líkt sjónrænt myndmál unnið í mismunandi miðla sem saman tengja heildina. Þá er nánast eins og samspilið milli forma, lita, rýmis og efniviðs langi að skapa fljótandi áru eða reyni að fanga brot af hugleiðslu sem hefur einn hljóm en marga tóna.

Jóhanna segir að þessari nálgun megi líkja við ljóð og að stór hluti hennar sé ljóðskáld sem leitar að sjónrænni nálgun á innri tjáningu eða að ljóðrænni nálgun á dýpri merkingu, líkt og ef við setjum okkur einfaldlega að heildin eða insetningin sé byggð upp á að form sé bókstafir, litir: orð og málverk/skúlptúr/videó og pappír/skjár/flötur sem þarf á áhorfanda eða meðtakanda að halda til þess að tilfinningin nái að birtast hverjum og einum útfrá þeirra upplifun þegar gengið er inní rýmið, innfyrir flata og þögla flötinn. Í Listasafni ASÍ mun Jóhanna sýna ný verk, skúlptúra, málverk og video sem tengjast á margskonar hátt og sameinast í Ásmundarsal.

 

Jóhanna er m.a. menntuð við Listaháskóla Íslands, Higher Institute for Fine Arts og Koninklijke Academie van Schone Kunsten.

Hún hefur sýnt á samsýningum og haldið einkasýningar í Belgíu, Þýskalandi og Hollandi.

 

Sýningin stendur til 27. September  og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17.  Aðgangur er ókeypis.

 

Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, s. 511 5353, www.listasafnasi.is, asiinfo@centrum.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com