Listasafn ASÍ – 11. apríl til 3. maí 2015 – Anna Rún Tryggvadóttir – INNBYRÐIS

68a16c9c-57fd-4a72-aa5e-0d4b84fe8d24

 

 

 

 

 

 

 

Laugardaginn 11. apríl kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýningin Innbyrðis með verkum Önnu Rúnar Tryggvadóttur.

Í texta um sýninguna segir:

hreyfing-samruni-flæði

Innri virkni hlutanna, bindiefni þeirra, samspil og umbreyting eru viðfangsefni Önnu Rúnar á sýningunni Innbyrðis í Arinstofu og Gryfju.  Í rýmisverkum hennar og teikningum opnast þessi kjarnaði innri veruleiki fyrir utanaðkomandi áhrifum. Efniseiginleikar þeirra renna saman, eflast, veita mótspyrnu og hliðrast.

Innbyrðis er fyrsta einkasýning Önnu Rúnar Tryggvadóttur á Íslandi, en hún lauk meistaranámi frá Concordia Háskóla í Montreal, árið 2014 með einkasýningunni render & react, approach to a subconscious sensory system.

 

Sýningin stendur til 3. maí  og safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis.

 

Freyjugötu 41, 101 Reykjavík, s. 511 5353, www.listasafnasi.is, asiinfo@centrum.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com