Listasafn árnesinga Logo

Listasafn Árnesinga: TILVIST OG THOREAU

Hildur Hákonardóttir, Eva Bjarnadóttir, Elín Gunnlaugsdóttir

16. nóvember 2019 – 26. apríl 2020

Á þessari sýningu má sjá hvernig myndlistarmennirnir Hildur Hákonardóttir og Eva Bjarnadóttir og tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir vinna með hugmyndafræði H.D. Thoreau sem kynnt er í bókinni Walden: Lífið í skóginum. Bókin byggir á hans eigin reynslu þegar hann yfirgaf siðmenningu borgarsamfélagsins og flutti einn inn í skóg við  bakka Walden-tjarnarinnar í Massachusetts-fylki Bandaríkjanna. Hildur, Elín og Eva, konur þriggja kynslóða, hafa hver fyrir sig unnið verk sem eiga uppsprettu sína í áðurnefndri bók og í sýningarstjórn Ingu Jónsdóttur mynda verkin eina innsetningu sem vekur  hugrenningar og tengsl við viðfangsefni sem erindi eiga við samtímann.

Bókin hefur verið mörgum innblástur og uppspretta nýrra hugmynda allt frá því hún kom fyrst út árið 1854, en hugmyndafræði henna á ekki síður við nú. Það er því forvitnilegt að sjá listrænar úrvinnslur Hildar, Elínar og Evu úr uppsprettu sem sótt er aldir aftur í tímann. Þær vinna með textíl, hljóð, efni úr náttúrunni og fundna hluti, félagslegt samhengi mannsins og brúa bil listforma og hugmynda þar sem saman blandast alvara og húmor.

Hildur Hákonardóttir á að baki langan og farsælan feril í myndlist en er einnig þekkt fyrir störf í þágu kvenréttinda, sem og ritun og ræktun. Um tíma var hún skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og undir hennar stjórn steig Listasafn Árnesinga líka sín fyrstu skref sem sjálfstæð stofnun. Elín Gunnlaugsdóttir er aðjúnkt í tónsmíðum og fræðum við Listaháskóla Íslands. Hún hefur getið sér gott orð fyrir tónsmíðar, ekki síst ný verk fyrir börn og verk hennar hafa verið gefin út og flutt bæði hér heima sem erlendis. Eva, sem lauk listnámi í Hollandi 2016 er að feta sig áfram á vettvangi sýninga. Hún hefur einkum fengist við gjörninga og innsetningar og hélt nýverið sína fyrstu einkasýningu í Midpunkt í Kópavogi. Allar eru þær með sterk tengsl við Suðurland, Hildur bjó um árabil í Ölfusinu, Elín er búsett á Selfossi og Eva er búsett í Öræfum og hlaut menningarverðlaun Hornafjarðar 2018. Sýningarstjóri er Inga Jónsdóttir

THOREAU´S WORLD

Hildur Hákonardóttir, Eva Bjarnadóttir, Elín Gunnlaugsdóttir November 16th.  2019 – April 26th. 2020

While 202 years have passed since the birth of environmentalist, naturalist, writer and philosopher Henry David Thoreau, his ideas about the relationship between man and nature have rarely been more relevant than they are today. He pointed out the importance of moderation in human actions, so as to avoid disrupting the balance between nature’s productive capacity and what is consumed. He foresaw the consequences of unchecked and irresponsible utilisation of natural resources and he has been an influence on thinking about nature conservation.

In the exhibition Thoreau´s World at the LÁ Art Museum, three women artist of different generations address Thoreau´s ideology as expressed in his Walden, or Life in the Woods. The book is inspired by his own experience of turning his back on urban society to live alone in the woods on the banks of Walden Pond in Massachusetts, USA.

Thoreau´s World is curator Inga Jónsdóttir´s endeavour to bring together the work of three women artists of different generation into a significant entity. The outcome is an installation which plays upon the senses, leading the observer to consider the broad context where physical, symbolic and spiritual worlds meet. The artists´ endeavours constitute an intriguing assemblage, although they did not need to move out into the woods in order to find their bonds with nature. All the works have a clear connection to the environment –whether in Hildur Hákonardóttir´s braided tussocks, Elín Gunnlaugsdóttir´s cock-crow, or Eva Bjarnadóttir´s implements and connections.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com