LÁ Art Museum

Listasafn Árnesinga: TÍÐARANDI Samtímaverk úr einkasafni Skúla Gunnlaugssonar

Laugardaginn 13. júní klukkan 15:00 opnar sýningin Tíðarandi – samtímaverk úr einkasafni Skúla Gunnlaugssonar í Listasafni Árnesinga. Sýningin samanstendur af fjölbreyttum verkum úr safni læknisins og listaverkasafnarans Skúla Gunnlaugssonar og eiga verkin það sameiginlegt að vera unnin á síðastliðnum áratug. Listamennirnir á sýningunni tilheyra yngri kynslóð listamanna og hafa verið áberandi í íslensku myndlistarlífi undanfarin ár. Samband listamanns við menningu og anda síns tíma
er útgangspunktur sýningarinnar Tíðarandi og skoðað verður hvernig lesa má þjóðfélagslegar hræringar í gegnum listir.

Sýningin Tíðarandi kallast á við sýninguna Gjöfin til íslenzkrar alþýðu – stofngjöf Ragnars í Smára til Listasafns ASÍ sem sett var upp í Listasafni Árnesinga fyrir nákvæmlega einu ári síðan. Sýningarnar eiga það sameiginlegt að miðla verkum úr safni einkasafnara sem tilheyra sitthvorri kynslóðinni og má segja að verkin á sýningunum varpi ljósi á tíðaranda tveggja tíma. Listaverkasafnararnir Ragnar og Skúli eiga báðir ættir sínar að rekja til Árnessýslu og hafa átt stóran þátt í því að kynna og kenna þjóðinni að meta íslenska myndlist.

Nánari upplýsingar gefa:
Sýningarstjóri:
Vigdís Rún Jónsdóttir s. 6941761 vigdisrun@gmail.com
Safnstjóri Listasafns Árnesinga:
Kristín Scheving s. 8453805 kscheving@listasafnarnesinga.is
Listaverkaeigandi:
Skúli Gunnlaugsson s. 8600190 skulig@hss.is

Listamenn á sýningunni / Artists:
Anna Hrund Másdóttir | Anna Rún Tryggvadóttir | Arna Óttarsdóttir | Auður Lóa Guðnadóttir |Auður Ómarsdóttir | Árni Erlingsson | Ásdís Sif Gunnarsdóttir | Ásgeir Skúlason | Áslaug Íris Friðjónsdóttir | Baldvin Einarsson | Davíð Örn Halldórsson | Egill Sæbjörnsson | Elín Hansdóttir |
Emma Heiðarsdóttir | Fritz Hendrik IV | Gabríela Friðriksdóttir | Georg Óskar | Guðmundur Thoroddsen | Halldór Ragnarsson | Helga Páley Friðjónsdóttir | Helgi Þórsson Hildigunnur Birgisdóttir | Hulda Vilhjálmsdóttir | Ingibjörg Sigurjónsdóttir | Ingunn Fjóla IngÞórsdóttir | Jóhanna Kristbjörg | Sigurðardóttir | Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir | Kristín Karólína Helgadóttir | Kristín Morthens | Leifur Ýmir Eyjólfsson | Libia Castro | Lilja Birgisdóttir | Loji Höskuldsson | Magnús Helgason | Margrét Bjarnadóttir | Margrét Blöndal | Matthías R. Sigurðsson | Ólafur Ólafsson | Ragnar Kjartansson | Ragnar Þórisson | Rakel McMahon | Sara Riel | Sigurður Atli Sigurðsson | Sindri Leifsson | Sirra Sigrún Sigurðardóttir | Skarphéðinn Bergþóruson | Snorri Ásmundsson | Steingrímur Gauti Ingólfsson | Sunneva Ása Weisshappel | Una Björg Magnúsdóttir | Þorvaldur Jónssson | Þór Sigurþórsson | Þórdís Aðalsteinsdóttir | Þórdís Erla Zoëga | Þrándur Þórarinsson

ZEITGEIST
Contemporary art from the private collection of Skúli Gunnlaugsson
Opening: Saturday 13th of June at 15:00

The exhibition comprises a diverse range of works from the collection of physician and collector Skúli Gunnlaugsson. The common factor of the pieces is that all were made in the last decade. The artists represented in the exhibition are of the younger generation of artists, who have made their mark on the Icelandic art scene in recent years. The exhibition Zeitgeist takes as its starting-point the artist’s relationship with the culture and zeitgeist of their time, and explores how societal upheavals may be
observed through art. The Zeitgeist exhibition exists in dialogue with the exhibition A Gift to the People of Iceland, which showcased the inaugural gift of art to the Confederation of Labour Art Collection by entrepreneur Ragnar Jónsson í Smára (1904-84), at the LÁ Art Museum in the summer of 2019. The two exhibitions present works from the private collections of art collectors of different generations, and the art displayed may be said to throw light on the zeitgeist of their respective eras. The family roots of both
Ragnar Jónsson and Skúli Gunnlaugsson are in the Árnessýsla region of south Iceland, and the two collectors have made an important contribution to educating the Icelandic nation about visual art.

For more information:
Curator: Vigdís Rún Jónsdóttir t. 694 1761 vigdisrun@gmail.com
Museum director: Kristín Scheving t. 8453805 kscheving@listasafnarnesinga.is
Collection: Skúli Gunnlaugsson t. 8600190 skulig@hss.is
www.listasafnarnesinga.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com