Nordrid ListasafnArnesinga1

Listasafn Árnesinga: Sýningaropnun “Norðrið”

19. september 2020

Hvar: Listasafn Árnesinga, Hveragerði 

Hvenær: 15:00

Hvað: Opnun sýningarinnar Norðrið, sýningarstjóri Daría Sól Andrews 

Norðrið

Samsýning listamanna frá Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi.

19. september – 20. desember

Á þessum tímum hnattrænnar hlýnunar og öfgafullra umhverfisbreytinga, má spyrja hvort umhverfið eins og við þekkjum það í dag muni aðeins standa eftir sem hverful minning. Fótspor mannsins hefur varanleg áhrif á jörðina, það breytir náttúrulegu umhverfi hennar á grimmdarlegan og óafturkallanlegan hátt, og er það hvergi augljósara en á norðurheimskautinu. Í löndunum sem liggja næst norðurheimskautinu eru breytingarnar óvenju miklar – jöklar hopa og hitastigið hækkar hraðar en nokkurs staðar í heiminum. Landslag Norðurlanda er að breytast á hrikalegan hátt af völdum áhrifa hinnar afskiptalausu og sjálfhverfu mannskepnu. Náttúra þessara landa, sem áður fyrr var dásömuð fyrir sína einstöku fegurð, er að umbreytast vegna hörkulegra áhrifa veðurfarsbreytinga. Vegna þessara nýtilkomnu breytinga á landslagi jarðarinnar, finna margir listamenn hjá sér þörf til að horfa til viðkvæmni náttúrunnar og búa til verk sem sýna þetta sjónarhorn. Á sumum stöðum hafa þessar breytingar leitt í ljós nýtt landslag, áður óséð, en á öðrum stöðum hafa landshlutar verið kaffærðir til framtíðar.

Arngunnur Ýr

Norðrið einblínir á Norðurlöndin og hið breytilega umhverfi þeirra, og skoðar þau áhrif sem náttúrubreytingar eru að hafa á hugmyndir og tjáningu listamanna, út frá veðurfarsbreytingum, sér í lagi veðurfari Skandinavíu. Sem tilraun til að setja skilning í þessar hröðu breytingar á landslagi Norðurlanda, staðhæfa listamennirnir sem valdir voru, að óstöðugleiki og breytingar séu nauðsynlegur hluti náttúrunnar. Þar sem áhrif veðurfarsbreytinga á Norðurlöndin hafa í för með sér óvissu með framtíð þess landslags sem við þekkjum, setja þessir sex listamenn fram nýja sýn á tilgang og stöðu mannsins, og nýta sér list sína til að komast í sátt við breytingu og endursköpun náttúrunnar.

Ulrika Sparre

Arngunnur ÝrErna SkúladóttirUlrika Sparre, Pétur ThomsenIngibjörg Friðriksdóttir, og Nestori Syrjälä setja fram blöndu af tjáningu, allt frá gagnrýnum heimildum til ljóðrænna ákalla. Hvernig getum við aftur tengst hinu ómennska og tjáð náttúruna, tengst aftur landslagi og umhverfi sem hin ágenga mannskepna er að rífa í sundur, og skoðað náttúru sem er ekki bara bara “annað en maðurinn”? Við teljum náttúruna, fjallið, vera stöðugt, óbreytilegt, gegnheilt – staðfastan minnisvarða umhverfis okkar, en þessi verk viðurkenna hversu hverful hún í rauninni er. Útkoman verður fegurð, viðkvæm, en þó sterk, og leið til að rísa upp á ný. Þau búa til einstaka hugmynd um landslag, landlist og umhverfisstefnu, bjóða fram nýja sköpun og draumórakennt umhverfi, en á sama tíma viðurkenna þau þá staðreynd að umhverfið sem við þekkjum er að hverfa. Þessir listamenn leiða okkur blíðlega aftur í átt að náttúrunni, moldinni, landinu, jörðinni, náttúruöflunum, og leyfa okkur að einbeita okkur að fegurð hennar/þess frekar en þyngsli mannhverfra sjónarmiða. Þau taka burtu hið mennska og færa okkur aftur til jarðneskra róta okkar með því að sýna okkur hinn harkalega sannleik um stöðu náttúrunnar, án þess að skafa utan af því.

Erna Skúladóttir

Norðrið (North)

A group exhibition with artists from Iceland, Finland and Sweden.

September 19, – Desember 20, 2020

In the wake of global warming and excelling ecological changes, will our environments of today become a mere fleeting impression? The human imprint is permanently changing landscapes, savagely and irreversibly morphing our natural environments, and nowhere is this more evident than in the Arctic. From the retreat of glaciers to the most rapid rise in temperatures anywhere in the world, the countries bordering the Arctic are experiencing especially radical shifts. Nordic landscapes are being devastatingly altered by an unconcerned, self-absorbed human footprint. Once heralded for the unique beauty of its natural environments, the landscapes of the North are transforming at a rapid rate from the harsh effects of climate change. In response to these freshly emerging and turbulently changing landscapes, many artists are finding themselves compelled to focus on the fragility of nature and manifesting this perspective in their practices. New landscapes are being revealed already that have never been seen by the human eye, while others are inundated for an unforeseen future.

Norðrið focuses in on the Northern countries and their adapting environments, exploring the ways in which changes in nature are influencing and informing artists ́ expressions and ideas, through a lens of climate change here in a Scandinavian climate specifically. In order to make sense of these rapid shifts in the northern landscape, the selected artists affirm instability and change as a necessary part of nature. As the effects of climate change in the North bring with it an uncertainty towards the future of our known landscapes, these six artists reimagine the place and the function of the human, using their artistic practices to come to terms with change and reinvention within nature.

Pétur Thomsen

Arngunnur ÝrErna SkúladóttirUlrika SparrePétur ThomsenIngibjörg Friðriksdóttir, and Nestori Syrjala present a blend of expressions, ranging from critical documentation to poetic invocations. How can we reconnect back to the non-human and communicate in relation to nature, connect back to the landscapes and environments that the invasive human is ripping apart, and explore a nature that is not simply ‘other than man’? We take nature, the mountain to be the constant, unchanging, solid – a consistent marker of our environment in memory, but these works acknowledge the reality of its fleeting nature. The result becomes a thing of beauty, fragile, yet strong, and a way to rise anew. They offer a unique concept of landscape, land art, and environmentalism, suggesting new creations and fantastical environments, whilst simultaneously acknowledging the dissolve of our present ones. These artists gently draw us back to nature, dirt, land, earth, the elements, allowing us to focus on its beauty rather than the overweighting anthropocentrism. They remove the human and bring us back to our earthly roots by unapologetically bringing us face to face with the harsh reality of the state of nature.

Curator: Daría Sól Andrews

Nestori Syrjala
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com