Image001 1 1200×675

LISTASAFN ÁRNESINGA: BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR / RÓFURASS

Rófurass

Bjargey Ólafsdóttir

6. febrúar – 23. maí 2021

“Hundar tala, en aðeins til þeirra sem kunna að hlusta.” – Orhan Pamuk.

Sýningin samanstendur af teikningum, ljósmyndum, skúlptúr, kvikmyndum, málverkum og hljóðverkum. Ljós og myrkur leika líka hlutverk, sem kemur fram í myndskeiði frá 16mm filmu og í fósfór-málverkum. Með þessu breytist andrúmsloft verkanna frá því að snúast um hreina gleði yfir í að sýna uggvænlegan andlegan undirtón sem liggur eins og rauður þráður í gegnum sýninguna. Samhliða sýningunni er gefin út bók um sama efni. Samoyed hundarnir sem líkjast nánast draugum – sem upphaflega voru ræktaðir til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum, sjást í kvikmyndinni – og sjást líka aftur og aftur í bókinni. Allskyns hundar sjást Þeir á teikningum, grafíkverkum og ljósmyndum af villihundum í Litháen, af gæludýrum og félögum, og konu með hund innan í líkamanum sínum, sem vill komast út. Því betur sem við kynnumst mannfólkinu, virðist hún segja, því meira elskum við hunda.

Bjargey Ólafsdóttir lærði ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í Listaháskóla Íslands og Listaakademíunni í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. Hún vinnur í fjölbreyttum miðlum, og verður útkoman oft í formi íronískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og sækir hún innblástur í þráhyggjur og fantasíur nútímalífs. Persónurnar í verkum hennar eru gjarnan einstaklingar sem týnast í kunnuglegum en þó framandi aðstæðum. Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir sem hlotið hafa lof gagnrýnenda, og hefur sýnt verk sín víða um lönd, t.d. í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu í Reykjavík, Kunstverein í München, KunstWerke í Berlín, Galaria Traschi í Santiago, Chile og Färgfabriken Norr í Östersund, Svíþjóð.

Sýningarstjóri: Jonatan Habib Engqvist

www.bjargey.com


Opening weekend in LÁ Art Museum 6th – 7th of February from 12 -17.
Rófurass
Bjargey Ólafsdóttir
February 6th – May 23rd 2021


Curator: Jonatan Habib Engqvist
“Dogs do speak, but only to those who know how to listen.” – Orhan Pamuk.
This exhibition comprises drawing, photography, sculpture, film, painting and sound. There is also temporal element of light and darkness, which reveals a 16mm film transfer and phosphorus paintings. That shifts the mood of the works from pure joy to reveal an uncanny psychological
undertone that runs through the works on display. The exhibition is also a book that has been made specifically for this occasion. The ghost-like Samoyed – originally bred to hunt, haul sledges, and herd reindeer, which features in the film is also captured throughout the publication. There are
drawings, graphic prints and photographs of wild dogs from Lithuania, of pets and companions, and woman with a dog inside her body wanting to get out. The better we get to know humans, she seems to say, the more we find ourselves loving dogs.

Bjargey Olafsdottir studied photography painting and mixed media at Iceland Academy of the Arts and Academy of Fine Arts, Helsinki, and screenwriting and directing at Binger Filmlab, Amsterdam.
She works with all media, resulting in works that often are ironic, sometimes violent or sinister, drawing on obsession and fantasies of contemporary life. Her charcters are often subjects lost in familiar yet alienating circumstances. She has made a number of critically acclaimed films and exhibited her work internationally in venues such as The Reykjavik museum of photography, The Living Art museum in Reykjavik, Kunstverein, Munich, KunstWerke, Berlin, Galaria Traschi in
Santiago, Chile and Färgfabriken Norr in Östersund, Sweden.


For more information please contact:
Bjargey Ólafsdóttir: bjargeyolafsdottir@gmail.com 8616323
Jonatan Habib Engqvist: jonatan@philosophy.se +46 70 77 55 014
Kristín Scheving: kscheving@listasafnarnesinga.is 8453805,
Zsóka Leposa: safneign@listasafnarnesinga.is 8343464
www.bjargey.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com