PM

LISTASAFN ÁRNESINGA: тройка / Kristján Steingrímur, Pétur Magnússon & Tumi Magnússon

Sýningaropnun í Listasafni Árnesinga
6.-7. febrúar frá 12 -17
тройка
Kristján Steingrímur, Pétur Magnússon & Tumi Magnússon

Sýningarstjóri: Jonatan Habib Engqvist
Rússneska orðið troika, тройка, þýðir einfaldlega “hópur þriggja,” stundum þýtt þríeyki. Orðið getur átt við rússneskan þjóðdans þriggja dansara, eða ungverskan hestvagn sem dreginn er af þremur hestum sem eru beislaðir með löngu bili á milli framan við sleða eða vagn. Yfirleitt er miðjuhesturinn látinn brokka á meðan ytri hestarnir eru á stökki. Troika er líka orð sem notað er í yfirfærðri merkingu til að lýsa þrem jöfnum leiðtogum sem vinna saman í hópi: þríeyki. Það skiptir ekki máli hvaða skilgreiningu á orðinu við veljum, troika þýðir alltaf hraðvirkur og samheldinn hópur.
Það mun vera í höndum áhorfandans að velja hver þeirra sem taka þátt í sýningunni á Listasafni Árnesinga muni brokka, og gæti bilið á milli þeirra einnig breyst milli verka og með tímanum. Það er hins vegar ljóst að sá sáttmáli sem myndast hefur fyrir þessa sýningu og takturinn sem hún fylgir, mun styrkja þær huglægu tengingar sem myndast hafa milli þessara þriggja listamanna.
Listamennirnir þrír hafa fylgst að í gegnum árin af mismiklum krafti, stundum á brokki, stundum á stökki, eða á líðandi tölti. En það sem þau eiga sameiginlegt er að það sem gæti við fyrstu sín virst eins og klassískur “íslenskur minimalismi” – lágstemmd, áþreifanleg abstraktlist – gæti eftir allt saman verið að hylja dálítið annað. Eftir þýðingar og endurstillingar virkar þessi sýning eins og rússnesk dúkka, Matryoshka, þar sem nánast hvert einasta verk felur annað verk innra með sér.
Það væri jafnvel hægt að kalla sýninguna Trojuhests-Troiku.

Tumi Magnússon


Þann 7. febrúar verður boðið upp á listamannaspjall með sýningarstjóra klukkan 14:00.

Kristján Steingrímur

Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við
Jonatan Habib Engqvist: jonatan@philosophy.se +46 70 77 55 014
Tuma Magnússon: tm@tumimagnusson.com s. +45 20 62 60 08
Pétur Magnússon: peturmag@hotmail.com s. 696 5942
Kristján Steingrímur: kristjansteingrimur@gmail.com s. 863 8910
Kristínu Scheving: kscheving@listasafnarnesinga.is s. 8453805,
Zsóku Leposa: safneign@listasafnarnesinga.is s. 8343464
https://peturmagnusson.is/
https://www.tumimagnusson.com/
https://kristjansteingrimur.is/


Opening weekend in LÁ Art Museum 6th – 7th of February from 12 -17.
тройка

Kristján Steingrímur, Pétur Magnússon & Tumi Magnússon


Curator: Jonatan Habib Engqvist
Troika, тройка, in Russian, is a word that simply means “group of three”. It might refer to a traditional Russian folk-dance performed in any configuration of three people. It is also a Russian or Hungarian horse-drawn carriage with three horses stretched wide in front of a sleigh or carriage. The triad is usually run with the middle horse in trot and the outer horses in canter. Troika is also the term used in a symbolic sense to describe a group of three equal rulers. Whichever definition we settle for, a Troika is a fast and cohesive team. The question of which participant at the LA Museum is in trot will be left to the viewer, as the space between them also might vary between different works and over time. It is however clear that a pact formed for this exhibition and rhythm it follows will strengthen subjective associations formed between the three artists.
These three artists have followed each other through the years with various intensities, sometimes in trot, sometimes in gallop or in the flying pace, tölt. But what they have in common is that something that at first glance may seem like classic “Icelandic minimalism”, restraint, tangible abstraction, may in fact turn out to conceal something else. Through translations and
reconfigurations, several of the works in this exhibition act like a Russian wooden doll, a Matryoshka, where almost every work hides another one inside. One might even call it a Trojan
Horse Troika.


For more information please contact:
Tumi Magnússon: tm@tumimagnusson.com s. +45 20 62 60 08
Pétur Magnússon: peturmag@hotmail.com s. 696 5942
Kristján Steingrímur: kristjansteingrimur@gmail.com s. 863 8910
Jonatan Habib Engqvist: jonatan@philosophy.se +46 70 77 55 014
Kristín Scheving: kscheving@listasafnarnesinga.is 8453805,
Zsóka Leposa: safneign@listasafnarnesinga.is 8343464
https://peturmagnusson.is/
https://www.tumimagnusson.com/
https://kristjansteingrimur.is/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com