Pyroglyphs 2

Listamannaspjall við Steinu 18. maí í Listasafni Íslands

LISTAMANNASPJALL VIÐ STEINU
ALÞJÓÐLEGI SAFNADAGURINN 18. MAÍ

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum 2017 býður Listasafn Íslands gestum sínum að njóta frásagnar eins fremsta listamanns landsins; Steinu (Steina Briem Bjarnadóttir Vasulka, f.1940), um vídeóinnsetningu hennar Eldrúnir sem sýnd er í safninu um þessar mundir.

Hér er hægt að lesa um Eldrúnir http://www.listasafn.is/syningar/nr/899

Fimmtudaginn 18. maí kl.16:30 munu Hildur og Kristín Bjarnadætur, systur Steinu og Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu ræða við Steinu um verk hennar og um Vasulka-stofu; sérdeild innan Listasafns Íslands, sem stofnuð var árið 2014 og er starfrækt sem sýninga- og rannsóknarými á neðri hæð safnbyggingar Listasafns Íslands.

Auk þess að bjóða gestum til samræðu við Steinu um list hennar vill Listasafn Íslands beina athygli gesta sérstaklega að verki Woody Vasulka, eiginmanns og samverkamanns Steinu, sem sýnt er í Vasulka-stofu um þessar mundir og ber heitið Art of Memory.

Opið er í safninu frá 10 – 17

Frítt inn í tilefni alþjóðlega safnadagsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com