Listamannaspjall um skúlptúrinn MannauðsMountain

Work5  Bitch-2

Mánudaginn 13. apríl kl. 21 munu Steinunn Gunnlaugsdóttir, listamaður, og Jón Proppe, listfræðingur, vera með opið spjall um skúlptúrinn MannauðsMountain.

MannauðsMountain varpar fram samtíma veruleik hins undirskipaða vinnandi manns og vinnusiðferðinu sem slær samfélagstaktinn.

Skúlptúrinn samanstendur meðal annars af brotum úr texta lagsins Work Bitch með Britney Spears, grænni baun fyrir prinsessur og baunagrassklifrara, ljósaskilti, stáli, nokkrum þeirra efna sem skapa húsakynni meðal Jóns og Gunnu, og spegli sem trónir á toppnum.

MannauðsMountain vísar beint í Mountain, verk Sigurðar Guðmundssonar frá áttunda áratugnum, þar sem hann túlkaði stöðu og tilveru verkamannsins með ljósmynd af sér sjálfum liggjandi undir hrúgu af slitnum skóm, bókum og brauði.

 

Spjallið fer fram þar sem verkið stendur; í Höggmyndagarði Myndhöggvarafélagsins á Nýlendugötu 17a í Reykjavík.

Ef veðrið verður pönkað þá færum við spjallið inn í húsnæði Myndhöggvarafélagsins á Nýlendugötu 15.

Allir eru velkomnir og það verður heitt á könnunni.

 

Myndband af verkinu:

https://vimeo.com/113949912

Nánar um verkið á netinu:

http://www.sackofstones.com/mannaudsmountain/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com