LjósmynReykjavíkur

Listamannaspjall og sýningarlok í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á föstudaginn 16. ágúst kl.12:10

Man ég fjallið er yfirskrift sýningar með verkum eftir Laura Valentino. Föstudaginn 16. ágúst kl. 12:10 mun listakonan leiða gesti um sýninguna og segja frá verkunum. Sýningin stendur til 21. ágúst 2019. Viðburðurinn fer fram á ensku og er ókeypis.

Í spjallinu mun Laura fjalla um þær hefðbundnu ljósmyndunaraðferðir sem hún beitir í verkum sínum (t.d. ljósmyndaæting og silfur-gelatín framköllun). Með því að nota aðferðir sem komu fram á sjónarsviðið í upphafi ljósmyndatækninnar leitast hún við að skapa fjarlægð milli viðfangsins og túlkunar á því. Útkoman vekur upp minningar og tilfinningar sem endurspegla framrás tímans.

Allir velkomnir!

I Remember the Mountain is the title of an interesting photo exhibit in Skotið at Reykjavík Museum of Photography with works by Laura Valentino. On Friday, August 16th guests are invited to Laura’s artist talk. The event will be in English and is free of charge. The exhibition ends on August 21st 2019.

Laura works with traditional photographic processes and she will explain the magic behind gum bichromate, photopolymer gravure and silver gelatin (paper negative process). She finds working with analogue processes to be a tactile approach which allows time and space to achieve layers of separation from the subject matter, resulting in an evocative image that reflects the passage of time.

Everyone is welcome!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com