
Listamannaspjall í Rögnvaldarsal, Edinborgarhúsinu 30.03.
Listamannaspjall ArtsIceland í Edinborg
Myndlistarkonan Nathalie Lavoie og tónskáldið Daryl Jamieson dvelja nú við störf sín í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði. Þau sýna og segja frá verkum sínum laugardaginn 30. mars klukkan 15 í Rögnvaldarsal. Enginn aðgangseyrir – allir velkomnir!