Multis

Listamannaspjall í Multis á morgun 14. des kl. 15

Laugardaginn 14. desember kl. 15 verður listamannaspjall í Multis en þá munu listamennirnir Ívar Valgarðsson og Karlotta Blöndal fjalla um verk sín sem unnin voru sérstaklega fyrir verkefnið og eru nú til sýnis í húsnæði Multis í Hjartagarðinum, á bak við Laugarveg 19.

Ívar Valgarðsson býr og starfar á Íslandi. Verk hans endurspegla oft samband náttúrunnar og hins manngerða umhverfis en kanna jafnframt heimspeki og hugmyndafræði andspænis hinum efnislega heimi. Ívar notar m.a. húsbygginga- og viðgerðarefni sem andstæðu við upphafið eðli myndlistarinnar, um leið finnur hann í þessum efnum margbreytilegt litróf umhverfisins. Verk hans hafa verið kynnt á fjölda einka- og samsýninga bæði á alþjóðavettvangi og á Íslandi.

Karlotta Blöndal býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur í ólíka miðla, allt frá teikningu, málun, insetningu í náttúrunni og gjörninga þar sem hún kannar hugmyndir um víddarstig, sambandið milli efnisheimsins og hins andlega, þess einstaka og hins endurskapaða.
Frekari upplýsingar veita þær Ásdís Spanó, sími: 8663906 og Helga Óskarsdóttir, sími: 6995652

Artist talk next Saturday at 3 pm. Meet artist Ívar Valgarðsson @ivarvalgardsson and Karlotta Blöndal @karlottablondal
We are located at Hjartagarður by Laugavegur 19.

#multis #publication #artistmultiples #artist #icelandicartist #artcollector #sculpture #artwork #contemporaryart #visualart #instagramart #art #artisttalk #exhibition #art #painting

Opening hours are Thursday, Friday and Saturday from 1-5 pm.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com