Click

Listamannaspjall í D-sal: Úlfur Karlsson Hafnarhús – fimmtudag 19. nóvember kl. 18

Úlfur Karlsson ræðir við gesti um sýningu sína Við erum ekki hrædd, sem er hluti af sýningaröð í D-sal Hafnarhússins sem hófst aftur í vetur eftir nokkurt hlé. Markmið hennar er að vekja athygli á listamönnum sem hafa ekki haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins og gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna út frá eigin forsendum inn í opinbert safn. Sýningaröðin er framtíðarverkefni safnsins og sýningar eru skipulagðar af sýningarstjórum Listasafns Reykjavíkur.

Fyrsta sýningin í D- salnum er á verkum Úlfs Karlssonar (f. 1988). Úlfur hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður en sneri sér að listmálun meðan hann var í námi í Valand listaháskólanum í Gautaborg þaðan sem hann útskrifaðist árið 2012. Verk hans eru marglaga sögur sem hafa vísun í bæði raunverulegan og ævintýralegan heim. Úlfur býr og starfar hér á landi og verk hans hafa verið sýnd í Svíþjóð, Grikklandi og Íslandi.

Listamannaspjallið hefst kl. 18. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1400, ókeypis fyrir gesti 18 ára og yngri og Menningarkortshafa.

Artist‘s Talk in Gallery D: Úlfur Karlsson

Hafnarhús – Thursday 19 November 6 p.m.

Artist‘s talk with Úlfur Karlsson about the exhibition We Are Not Afraid. The exhibition is part of a series which takes its name from Gallery D at Hafnarhús and is resuming after a gap of some years. The objective is to showcase artists who have not previously held solo exhibition in Iceland’s major galleries, and to offer promising artists the chance to work on their own terms in a public gallery. The series is a long-term project of the museum and the exhibitions are organised by curators at the Reykjavík Art Museum.

Úlfur Karlsson (b. 1988) began his artistic practice as an experimental filmmaker and later found a passion for painting while studying at the Academy of Arts in Gothenburg (Valand), where he graduated in 2012. His paintings are built with layers of stories and events that evolve into a world that is derived from both fictions and real life affairs. Úlfur lives and works in Iceland and his work have been shown in Sweden, Athens in Greece and in Iceland.

The artist‘s talk starts at 6 p.m. and will take place in Icelandic. Free with admission.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com