Listamannaspjall í Ásmundarsafni, sunnudag 25. janúar kl. 15

Listamannaspjall, Ásmundarsafn, sunnudag 25. janúar kl. 15
Birgir Snæbjörn BirgissonKristín Reynisdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræða við gesti um verk sín á sýningunni A posteriori: Hús, höggmynd sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni.

Á sýningunni eru valin listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús. Alls eiga átta listamenn verk á sýningunni sem þeir hafa gert ýmist út frá raunverulegri eða ímyndaðri  byggingarlist sem endurspegla liðna tíð. Sjálft Ásmundarsafn er hluti af sýningunni bæði sem hús og höggmynd.

Sýningarstjóri er Yean Fee Quay en sýningunni lýkur 8. febrúar.

Listamannaspjallið hefst kl. 15.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com