Stability Akureyri Art Museum 1

Listamannaspjall: Habby Osk ræður við gesti um einkasýningu sína í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR sunnudaginn 22. nóv.

Næstkomandi sunnudag, kl. 15 mun Habby Osk ræða við gesti um einkasýningu sína í sýningarröðinni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR.

Baldur Geir Bragason og Habby Osk leggja fram hugleiðingar um skúlptúrinn á samhliða einkasýningum. Verk þeirra eru ólík en hugsunin að baki þeim á margt sammerkt þar sem heimspekilegum vangaveltum um eðli, orsök og afleiðingu listaverksins er velt upp á yfirborðið.

Í verkum Habbyjar Oskar má segja að verkið falli um sjálft sig en stöðugleiki og jafnvægi eru hugtök sem henni eru hugleikin. Verkin breytast, bogna eða bráðna þegar á líður sýningartímann og undirstrika performatíf einkenni þeirra. Habby Osk hefur fengist við ýmsa miðla og er gjörningalistin þeirra á meðal. Á síðustu árum hefur hún þróað með sér persónulega glímu við efnið, hvort sem það er í formi innsetningar eða skúlptúrs. Örfínn jafnvægisleikur með prikum og uppblásnum pokum einkennir innsetninguna Stöðugleika (2015). Við minnsta rask fellur hver spýtan á fætur annarri og myndar fullkomna samhæfingu hins óvænta.

Habby Osk (1979-) er uppalin á Akureyri en býr og starfar í New York. Hún útskrifaðist með BFA í myndlist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006 og MFA frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Habby hefur haldið einkasýningar í Bandaríkjunum og Íslandi, nú síðast á Listasafninu á Akureyri fyrr á árinu. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim.

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er sýningaröð sem hefur það að markmiði að kanna stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist. Hér er lögð áhersla á að veita frekari innsýn í hugðarefni listamanna þar sem hver og einn gengur að samtali miðilsins og sögunnar á eigin forsendum. Titillinn SKÚLPTÚR/ SKÚLPTÚR vísar í sýningu sem sett var upp á Kjarvalsstöðum undir sýningarstjórn Kristínar Guðnadóttur og Gunnars Kvaran, þáverandi safnstjóra, og bar hinn einfalda titil Skúlptúr / skúlptúr / skúlptúr. Þar sýndu á þriðja tug listamanna verk sín en sýningunni var ætlað að gefa yfirlit yfir höggmyndalist þess tíma. Sýningin opnaði sama ár og Gerðarsafn opnaði dyr sínar fyrir gestum í Kópavogi, eða árið 1994. Safnið er reist til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara (1928 – 1975). Um leið og dregnar eru saman tengingar við nýlega sýningarsögu og hreyfingar í samtímaskúlptúr er einnig leitast við að undirstrika vægi Gerðar Helgadóttur og framlag hennar til íslenskrar höggmyndalistar.

Artist‘s talk with Habby Osk
Sunday, November 22nd at 3 pm.
The event takes place in Icelandic.

Baldur Geir Bragason and Habby Osk present their ideas about sculpture in two parallel one-person shows. Their works differ, but the thinking behind them has much in common, bringing to light ideas about the nature, causes and consequences of a work of art.

In Habby Osk’s art, the works may be said to fall over themselves: stability and balance are concepts which interest her. The works change – bending or melting – over the duration of the exhibition, underlining their performative nature. Habby Osk has worked in many different media, including performance art. In recent years she has been developing a personal confrontation with the material – whether in the form of performance or sculpture. A delicate balancing act with rods and inflated bags characterises the installation Stöðugleiki/Stability (2015). The slightest nudge will lead the rods to collapse one after another, leading to a perfect coordination of the unexpected.

Habby Osk (1979–) grew up in Akureyri, north Iceland, and now lives and works in New York. She graduated with the degree of BFA from the AKI ArtEz Institute of the Arts in Enschede, Netherlands, in 2006, and an MFA from the School of Visual Arts í New York in 2009. Habby has held solo shows in the USA and Iceland, most recently at the Akureyri Art Museum earlier this year. She has also participated in many group exhibitions around the world.

SCULPTURE / SCULPTURE is a series of exhibitions whose aim is to explore the place of sculpture as a medium in Icelandic contemporary art. The emphasis is upon providing greater insight into the focus of each artist, as each of them embarks upon a dialogue between the medium and history on his/her own terms. The title references an exhibition held at Kjarvalsstaðir in Reykjavík, curated by Kristín Guðnadóttir and Gunnar Kvaran, then director of the gallery, under the simple title Sculpture/sculpture/sculpture. The exhibition, which included the work of over 20 artists, aimed to provide an overview of the sculpture of the time. That exhibition was set up in 1994, the same year that Gerðarsafn, the Kópavogur Art Museum opened. The Museum was founded in honour of sculptor Gerður Helgadóttir (1928 – 75). While bringing out connections with recent exhibition history and movements in contemporary sculpture, the aim is also to highlight the importance of Gerður Helgadóttir and her contribution to Icelandic sculpture.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com