Lífsverk

Listamannaspjall – Guðrún Arndís Tryggvadóttir

Lífsverk / Legacy

Listamannaspjall – Guðrún Arndís Tryggvadóttir Síðasta sýningarhelgi Hallgrímskirkja Sunnudagur 1. mars 2020 kl. 12:30

Sunnudaginn 1. mars 2020 eftir messu kl. 12:30 býður Listvinafélag Hallgrímskirkju til listamannaspjalls í forkirkju Hallgrímskirkju í tengslum við sýningarlok sýningar Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur Lífsverk / Legacy. Guðrún mun ræða um sýninguna og svara fyrirspurnum gesta.

Guðrún Arndís Tryggvadóttir sýnir málverk sem byggja á hugmyndafræðilegum og sögulegum grunni og fjalla um smiðinn, útskurðarmeistarann og listmálarann Ámunda Jónsson (1738-1805).

Jafnhliða sýningunni kom út bók hennar LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar. Bókin er til sölu í Guðbrandsstofu (kirkjubúðinni) og í flestum bóka- og safnbúðum.

Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram. Sýningin stendur til 1. mars 2020 og er opin kl. 9 – 17

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com