
LISTAMANNASPJALL – Á sameiginlegri jörð / On Common Ground
Sunnudaginn 20 september kl. 14.00 á Hlöðulofti Korpúlfsstaða
Myndlistarsýningin Á sameiginlegri jörð / On Common Ground er samstarfsverkefni íslenskra, pólskra og litháískra myndlistamanna og fræðimanna á sviði vistfræði, mannfræði og heimsspeki.
Akademía skynjunarinnar stendur fyrir sýningunni í samvinnu við Listahátið í Reykjavík.
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar Reykjavíkur 2020. Sýningin opnaði í sýningarsal SÍM á Hlöðulofti Korpúlfsstaða 5. september og mun standa til 26. september 2020.
Auk þess að vera myndlistarsýning er verkefninu ætlað að vera fræðileg rannsókn á líðan, afstöðu og hugmyndum fólks um heimkynni sín og að leita svara við spurningunni, hvar á ég heima?
Hvar á ég heima er pólitísk, menningarleg, vistfræðileg og landfræðileg spurning í heimi hnattvæðingar, þar sem heimurinn virðist skreppa ört saman vegna aukins upplýsingaflæðis og síaukins flæði fólks á milli svæða. Hvar á ég heima? vekur einnig upp umræðu um hlýnun jarðar, forvarnir og orsakavalda, flóttafólk og misskiptingu auðs, náttúrugæða og lífsgæða.
Heimurinn þróast hratt í að verða þverfljóðlegur og landamæralaus. Við sem stöndum að sýningunni viljum leggja áherslu á að jörðin er sameiginlegur grunnur okkar.
Gefin hefur verið út sýningarskrá með myndum af verkum listamannanna og texta eftir Pari Stave listfræðing.
Þátttakendur verkefnisins On Common Ground.
Myndlistarmenn:
Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (IS), Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (IS), Arvydas Zi (LI), Eygló Harðardóttir (IS), Gudrita Lape ( LI), Jóhannes Atli Hinriksson (IS), Kristín Reynisdóttir (IS), Lukas Bury (PO), Mju Kai Dobrowolska (PO), Pétur Magnússon (IS), Ragnhildur Lára Weisshappel (IS), Seweryn Chwala (PO), Wiola Ujazdowska (PO).
Fræðimenn: Anna Wojtynska, mannfræðingur (PO), Justas Kazys, vistfræðingur (LT), og Sigríður fiorgeirsdóttir (IS), heimspekingur.
Ritstjóri og aðstoð við sýningarstjórn: Pari Stave, listfræðingur (USA)
Hönnuður: Margrét Helga Weisshappel
Verkefnastjórar: Anna Eyjólfs (IS), myndlistarmaður, Ragnhildur Stefánsdóttir (IS), myndlistarmaður.
