Kvennatimi Web 0

Listamannaspjall á Kvennatíma – Hér og nú 30 árum síðar

Listamannaspjall á Kvennatíma – Hér og nú 30 árum síðar
27. nóvember 2015 – 12:00
Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir

Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Jóhanna Bogadóttir og Guðný Magnusdóttir ræða við gesti um sýninguna Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Hugmyndin að baki sýningunni er að kalla aftur saman þær konur sem sýndu saman undir heitinu Hér og nú á Kjarvalsstöðum haustið 1985. Konurnar sem valdar voru til þátttöku árið 1985 voru margar rétt að hefja ferilinn en aðrar höfðu verið virkar í sýningarhaldi á liðnum áratug. Tilefni nýju sýningarinnar er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hér á landi. Líkt og á sýningunni 1985 er lögð áhersla á að sýna ný verk og var öllum konunum í Hér og nú boðin þátttaka en þær eru allar enn virkar í listsköpun og sýningarhaldi, utan tveggja sem eru látnar. Verkin á sýningunni spanna ýmsar aðferðir, miðla og hugmyndir. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. nóvember.

Listamannaspjallið hefst kl. 12. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.400, ókeypis fyrir Menningarkortshafa.
Sýning:
Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com