Korpúlfsstaðir III

Listamannaspjall á Hlöðuloftinu

Sunnudaginn 28. júní, kl.15, bjóða myndlistarmennirnir á sýningunni Mixtúru til listamannaspjalls á Hlöðulofti Korpúlfsstaða.

Spjallið fer fram á lokadegi sýningarinnar og munu listamennirnir ræða um sýninguna og svara fyrirspurnum gesta. Aðgangur er ókeypis og verða léttar veitingar í boði.

Sýningarhópurinn á að baki fjölda sýninga í óhefðbundnum rýmum víðs vegar um landið og erlendis. Með sjálfan sköpunarneistann að leiðarljósi efnir sýningarhópurinn nú til sinnar elleftu samsýningar, Mixtúru, sem vísar jafnt til samsetningar hópsins og þeirrar andlegu hollustu sem í listinni er fólgin.

Listamennirnir eru Anna Jóa; Bryndís Jónsdóttir; Guðbjörg Lind Jónsdóttir; Hildur Margrétardóttir; Hlíf Ásgrímsdóttir; Kristín Geirsdóttir; Kristín frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com