Launasjóður Listamanna 1

Listamannalaun – vorátak 2020

Menntamálaráðuneytið auglýsir aukaúthlutun til starfslauna listamanna til úthlutunar í sumar 2020. Úthlutun byggir á aðgerðum ríkisstjórnar til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

Samanlögð starfslaun árið 2020 miðast við 2.200 mánaðarlaun:

 • Starfslaun hönnuða árið 2020 skulu svara til 69 mánaðarlauna, aukaúthlutun 19 mánuðir.
 • Starfslaun myndlistarmanna árið 2020 skulu svara til 598 mánaðarlauna, aukaúthlutun 163 mánuðir
 • Starfslaun rithöfunda árið 2020 skulu svara til 763 mánaðarlauna, aukaúthlutun 208 mánuðir
 • Starfslaun sviðslistafólks árið 2020 skulu svara til 261 mánaðarlauna, aukaúthlutun 71 mánuði
 • Starfslaun tónlistarflytjenda árið 2020 skulu svara til 248 mánaðarlauna, aukaúthlutun 68 mánuðir
 • Starfslaun tónskálda árið 2020 skulu svara til 261 mánaðarlauna, aukaúthlutun 71 mánuðir.

Launasjóðir og greiðslur

Starfslaun listamanna eru veitt úr sex sjóðum:

 • launasjóði hönnuða
 • launasjóði myndlistarmanna
 • launasjóði rithöfunda
 • launasjóði sviðslistafólks
 • launasjóði tónlistarflytjenda
 • launasjóði tónskálda

Umsjón með sjóðunum er í höndum stjórnar listamannalauna.

Starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur.

Fjárhæð starfslauna skal koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála [ 4. gr. laga 57/2009].

Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, skv. 7. gr. reglugerðar um listamannalaun.

Allar nánari upplýsingar um aukaúthlutun sjóðsins má finna hér: https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna/

UMSÓKNARFRESTUR – VORÁTAK 2020 VEGNA HEIMSFARALDURS Til miðnættis 25. maí 2020.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com