Listamannalaun og styrkir til atvinnuleikhópa – opnað hefur verið fyrir umsóknir!

Listamannalaun og styrkir til atvinnuleikhópa – opnað hefur verið fyrir umsóknir. 
Umsóknarfrestur rennur út 2. október kl. 16:00.

Listamannalaun

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2018 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 . Umsóknarfrestur rennur út 2. október 2017 kl. 16:00.

Starfslaun eru veitt úr sex sjóðum, þeir eru:

  • launasjóður hönnuða
  • launasjóður myndlistarmanna
  • launasjóður rithöfunda
  • launasjóður sviðslistafólks
  • launasjóður tónlistarflytjenda
  • launasjóður tónskálda

Sjá nánar í auglýsingu

Atvinnuleikhópar

Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2018. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára. Umsóknarfrestur rennur út 2. október 2017 kl. 16:00.

Athugið að umsókn um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef umsækjandi merkir við þar til gerðan reit í umsóknarformi.

Sjá nánar í augýsingu

Rannís

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com