14470617 1076071899173764 7573468579640586594 N

Listamannahús SÍM á Seljavegi fagnar 10 ára afmæli – opið hús

Listamannahús SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, að Seljavegi 32 fagnar 10 ára afmæli í ár.

Af því tilefni verður opið hús laugardaginn 22. október nk. kl 16:00 til 18:00.

Árið 2006 tók Samband íslenskra myndlistarmanna á leigu heila húseign við Seljaveg 32 af Fasteignum ríkisins. Seljavegur 32, sem áður hýsti höfuðstövar Landhelgisgæslu Íslands, fékk þá nýtt hlutverk sem vinnustaður listamanna.

Listamannahúsið á Seljavegi hefur verið einn af hornsteinum í starfsemi SÍM frá upphafi.  Frá því að starfsemin í húsinu hófst,  hafa 155 félagsmenn verið með vinnustofu á Seljavegi, í lengri eða skemri tíma. Í dag eru 46 listamenn með vinnustofur og verkstæði í húsinu.

Húsinu er annars vegar skipt í vinnustofur listamanna og hins vegar í SÍMRES alþjóðlegt gestavinnustofusetur fyrir erlenda myndlistarmenn. Gestavinnustofusetrið á Seljavegi hefur reynst starfsemi SÍM afar mikilvægt, félagsmönnum SÍM og myndlistarlífinu Reykjavík. Frá stofnun SÍMRES hafa hátt í 2500 myndlistaramenn víðsvegar að úr heiminum dvalið í Reykjavík á vegum SÍM.

Með því að byggja upp eftirsóknarvert alþjóðlegt gestavinnustofusetur fyrir erlenda myndlistarmenn,  leggur SÍM sitt að mörkum til að gera Ísland að fullgildum þátttakanda í heimslistinni og  landið að vettvangi fyrir alþjóðlega myndlist.

Því fylgja margir kostir  fyrir myndlistarmenn að vinna saman í listamannahúsi eins og þessu á og Seljaveginum. Fyrst og fremst er það þó sá sköpunarkraftur sem myndast þegar margir listamenn koma saman, bæði innlendir og erlendir. Líkt og i öðrum listgreinum er tengslanetið einn mikilvægasti þátturinn í starfsumhverfi listamannsins.

Afmælishátíðn fer fram milli kl. 16:00 og 18:00, laugardaginn 22 október.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM ávarpar gesti.

Listamenn og gestalistamenn opna vinnustofur sínar.

Steinunn Eldflaug þeytir skífum og Brynhildur Þorgeirsdóttir skapar matarupplifun fyrir gesti.

STARA nr. 7,  rit Sambands íslenskra myndlistarmanna, kemur út, en þema þess eru listir og pólitík.

Blaðinu verður dreift ókeypis á opnu húsi.

 

Komið og fagnið með okkur!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com