Mistodin

Listamannadvöl í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði, frestur til 1. apríl.

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hefur opnað fyrir umsóknir í listamannadvöl sína fyrir tímabilið Maí – September 2017. Umsóknafrestur er til 1. Apríl.

Á ári hverju hýsir Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði fjölda lista- og tónlistarfólks allan æva að. Miðstöðin var stofnuð árið 2011 af hópi fólks sem tók við gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði og stofnaði samvinnufélag um rekstur og uppbyggingu miðstöðvarinnar.

Með listamannadvölinni viljum við veita listafólki, tónlistarfólki, hönnuðum, rithöfundum og öðrum skapandi hugsuðum aðstöðu til að sinna sköpunarverkum sínum í samfélag við aðra skapandi einstaklinga. Við bjóðum upp á dvöl í einkastúdíó (18,5 m2) fyrir enn og svo í sameiginlegu stúdíói (92 m2) fyrir sex. Fjölbreytta aðstaða er einnig í húsinu, svo sem trésmíðaverkstæði, járnsmíðaverkstæði, keramikverstæði, prenntverkstæði, saumaaðstaða,eldhús og tónleikasalur. Gestir listamannadvalarinnar búa í listamannahúsum í bænum í 3 mín. göngufjarlægð frá miðstöðinni. Húsin heita Bjarkarlundur og Lyngholt fá allir eigið svefnherbergi en deila eldhúsi og baðherbergi. Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu okkar, www.inhere.is

Hér er einnig slóð á Open call hjá Kultur Kontakt Nord.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com