Listvinir Syning Daemiveggur102015

Listamannabærinn Hveragerði – sýning í Listasafni Árnesinga

Listamannabærinn Hveragerði er sýning sem hönnuð er af Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni http://tryggvadottir.com/ og formanni Listvinafélagsins í Hveragerði http://listvinir.is/.
Föstudaginn 30. október kl. 17 verður sýningin sameinuð á ný almenningi til sýnis í Listasafni Árnesinga um leið og fyrirhuguð útisýning félagsins er kynnt og boðið upp á léttar veitingar.
Sýningin var fyrst sett upp í Verslunarmiðstöðinni Sunnumörk sumarið 2012 og kynnir fyrstu ár þéttbýlismyndunar í Hveragerði og sex rithöfunda sem settust að í Hveragerði á þeim tíma. Segja má að Hveragerði hafi verið fyrsti bærinn á Íslandi sem kalla mætti listamannabæ.
Á nýrri sýningu, útisýningunni sem fyrirhugað er að standi í Lystigarðinum munu fleiri listamenn bætast við,  þ.á.m. myndlistarmennirnir Kristinn Pétursson og Höskuldur Björnsson auk þess sem lifandi galleríkjarni mun fjalla um fjölda listamanna allra listgreina sem tengst hafa Hveragerðisbæ með einum eða öðrum hætti í gegnum tíðina og þá sem enn eiga eftir að starfa eða búa í bænum í framtíðinni.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com