
Listahátíðin Cycle | Dagskrá annarrar viku
Cycle – Fullveldi | Nýlenda
Listahátíðin Cycle stendur yfir allan september mánuð í Gerðarsafni með smiðjum, vinnustofum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, opnum kvöldverðum, tónleikum, kvikspuna, gjörningum og myndlistarsýningu. Cycle hefur staðið frá árinu 2015 og tekur nú fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands með áherslu á Grænland, Færeyjar og Ísland og samband landanna við Danmörku í nútíð og fortíð.
Í tilefni hátíðarinnar er sýning í Gerðarsafni með verkum Darra Lorenzen, Ragnars Kjartanssonar, Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro, Andrew Ranville og Jeannette Ehlers auk viðburðardagskrárinnar. Sýningin er opin á hefðbundnum opnunartímum safnsins, þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17.
Á dagskrá annarrar viku listahátíðarinnar eru tónleikar, vinnustofur, kvikmyndasýningar, gjörningar og verk í vinnslu. Að neðan má sjá valda viðburði og er ítarleg dagskrá Cycle á síðu hátíðarinnar.