Main Event

Listahátíðin Cycle – Cycle Music and Art Festival – 25.-28. okt

(ENGLISH BELOW)

Listahátíðin Cycle fer fram dagana 25. – 28. október og gengur að þessu sinni undir titlinum Þjóð meðal þjóða. Samhliða hátíðinni verður haldin sýning í Gerðarsafni í Kópavogi og stendur hún yfir til 6. janúar 2019.

Hátíðin er vettvangur fyrir tilraunakennda samtímatónlist og myndlist þar sem fjölbreyttur hópur listafólks kemur fram. Dagskráin samanstendur af Listasýningu í Gerðarsafni auk fjölmargra tónleika, gjörninga og annarra viðburða sem fram
fara í Salnum, Mengi og IÐNÓ. Hátíðin teygir einnig anga sína til almenningsrýma á höfuðborgarsvæðinu.

Á því tveggja ára ferli sem lýkur með hátíðinni í ár hefur fullveldi Íslands verið til umræðu og listrænni nálgun verið beitt á söguskoðun, sjálfsskilning og framtíðarsýnir. Sjálfsskilningur verður ekki til í einangrun og með hátíðinni hefur verið dregið upp samhengi við fullveldismál á VestNorræna svæðinu og samband Íslands við Danmörku og aðrar nágrannaþjóðir. Ætlunin er að beina sjónum að því hvað það er að vera friðsöm fullvalda þjóð á tímum þar sem samband þjóðernishyggju og fullveldismála er flókið.

Frá því á síðasta ári hefur hátíðin seilst í átt að víðtækari samruna við málefni líðandi stundar í samfélögum nær og fjær og á táknrænum tímamótum í Íslandssögunni – við hundrað ár frá fullveldi – þótti stjórnendum hátíðarinnar viðeigandi að virkja hlutverk hins listræna við táknræna úrvinnslu, endurnýjun og íhugun. Fjölbreyttum hóp hefur verið boðið til samræðu og metnaður staðið til að víkka út hefðbundið rými mynd– og samtímatónlistar þannig að enn fjölbreyttari hópur staldri við en almennt er.

Hvar stendur Ísland á vegasalti nýlendusögunnar? Hver eru tengls þess við samfélag Íslendinga sem aldrei hefur haft
fjölbreyttari ásýnd? Hvar liggja tækifærin sem að gagnrýni á nýlenduhyggju og afleiðingar hennar afhjúpar fyrir samfélag okkar og annarra? Hvers virði er fullveldi fyrir þjóð sem að hefur byggt sjálfsmynd sína á einsleitni?

Með hátíðinni í ár er fengist við þessar spurningar. Frjótt ferli þverfaglegrar samræðu hefur getið af sér listaverk sem að
hvert með sínum hætti nálgast þessi málefni. Þátttakandi listafólk nálgast efnið með misbeinum hætti en von stjórnenda hátíðarinnar er sú að framlög þeirra brjóti upp og auðgi táknrænt landslag íslenska fullveldisafmælisins.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar: www.cycle.is

///

Cycle Music and Art Festival

This year the Icelandic Cycle Music and Art Festival titled Inclusive Nation takes place between October 25th and October 28th, along with an exhibition in Gerðarsafn Kópavogur Art Museum that continues until January 6th 2019.

Cycle Music and Art Festival is a platform where experimental music and visual art are given an opportunity to engage and exist in dialogue. Currently, the festival’s artistic platform includes civil, political, and academic perspectives in an interdisciplinary contemplation on colonialism, nationalism, solidarity and inclusiveness. The festival takes place in the context of the 2018 centenary of Icelandic sovereignty, within the framework of established art-institutions as well as engagement in the public arena.

Inclusive Nation is the culmination of a process. This process went through its incubating phase during the 2017 festival, titled Sovereign | Colony and included the one-day exhibition and event Cryptopian States that took place in Berlin earlier this year.

By examining the history of Danish colonialism and the curious relationships between its different subjects in the context of the Icelandic sovereignty centenary – this process has provided a fresh take on the relationship of colonial history to current realities. Having a creative platform to contemplate the relations between the former Danish West Indies (now U.S. Virgin Islands), Greenland, Iceland and the Faroe Islands, is as much a new, even obscure, experience for those who come from within that geographical context as well as those external to it.

An important focus to the enquiry is the contradiction of nationalism as a liberating strategy for oppressed peoples on the one hand, and its tendency to perpetuate the oppressive ideologies of colonialism on the other. Can the latter be avoided? Does patriotism exist without a superiority complex? What is a nation without exclusion? Inclusive nation?

This focus bursts open clichés about the exotic North and its “nature-peoples” (including cute elfin creatives) and brings to light topics such as the banalities of nation-branding and the role of whiteness in the Nordic context. Through artistic renderings and abstractions the local realities become globally relevant.

Art is particularly suited to the task.

more about the festival: cycle.is
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com