Listagjof

LISTAGJÖF LISTAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK

Í ljósi skarðsins sem myndast hefur í menningarstarfsemi hefur Listahátíð í Reykjavík ákveðið að færa listina heim til borgarbúa í formi örstuttra tónleika og listgjörninga fluttum af íslensku listafólki í allra fremstu röð.
Almenningur getur bókað Listagjöf á vefsíðunni listagjof.listahatid.is frá og með mánudeginum 2. nóvember kl. 20.00.

Samtals verða 140 Listagjafir í boði og er uppákomum dreift jafnt um hverfi Reykjavíkur, án endurgjalds.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com