Kop.styrkir

Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári. 

Umsóknum skal skila fyrir 17. nóvember 2020. 

Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningar-stefnu bæjarins. Styrkir eru veittir til einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs, sem eru í samræmi við menningarstefnu Kópavogs-bæjar. Umsækjendur um styrki verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir.

Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Menningarhúsanna í Kópavogi. Hér: https://menningarhusin.kopavogur.is/um-menningarhusin/lista-og-menningarrad/menningarstyrkir-og-stefnur

Nánari upplýsingar veitir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, í gegnum netfangið: soffiakarls@kopavogur.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com