Lista- og handverksmessa Gilfélagsins á Akureyri

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 19. nóvember kl. 13 – 18. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu. Verið kærlega velkomin!

Þátttakendur eru:
Hrönn Einarsdóttir
Jónborg Sigurðardóttir
Þórhildur Örvars
Lára og Hjalti
Þorgerður Jónsdóttir
Jökull Guðmundsson
Rósa Júl og Kalli
Kristjana Agnars
Jóna Bergdal

Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Stefánsdóttir s. 895 3345 og Ívar Freyr s. 868 9218.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com