Listalausudes2016 2

“LIST Á LAUSU” í Anarkíu

Samsýning Anarkíufélaga “LIST Á LAUSU” verður opnuð laugardaginn 26. nóvember kl 13-18 í Anarkíu Listasal Hamraborg 3a Kópavogi.

Á sýningunni verða verk eftir 13 félaga Anarkíu, þau eru: Guðlaug Friðriksdóttir, Guðlaugur Bjarnason, Hanna Pálsdóttir, Helga Ástvaldsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Kristbergur Ó. Pétursson, Kristín Tryggvadóttir, Ólöf Björg Björnsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason, Rannveig Tryggvadóttir, Sara Þórðardóttir Oskarsson og Þorgeir Helgason.

Ennfremur verður Gallerí Gátt opin en þar eru félagar Anrkíu með myndverk sínar til sýnis og sölu.

Útgáfa listaverkabókar félagsmanna Anarkíu, fyrrverandi og núverandi, er þessa dagana í vinnslu og verður útgáfuteitið nánar auglýst síðar.

Allir hjartanlega velkomir í Anarkíu! Léttar veitingar!

Listasalir Anarkíu eru opnir miðvikudaga til sunnudaga kl 15 – 18

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com